Felli­bylurinn Ian olli miklu tjóni og mann­skaða er hann gekk yfir Flórída á dögunum og er vitað til þess að tugir hafa látist vegna felli­bylsins, sam­kvæmt AP frétta­veitunni.

Björgunar­störf standa enn yfir í ríkinu og er verið að leita eftir fólki í rústunum sem felli­bylurinn skildi eftir sig.

Að minnsta kosti 34 hafa fundist látnir eftir felli­bylinn þar af 27 í Flórída. Sam­kvæmt AP var drukknun al­gengasta dánar­or­sök þeirra sem búið er að finna. Þá fundu björgunar­sveitar­menn eldri hjón sem létust eftir að öndunar­tæki þeirra hættu að virka þegar raf­magnið fór af.

Björgunar­sveitar­fólk vann hörðum höndum í dag við að bjarga fólki með bátum eða þyrlum og koma þeim í skjól.

Alls hefur þurft að sækja 1000 manns frá flóða­svæðum í suð­vestur hluta Flórída.

Björgunarsveitir og þjóðvarðliðar hafa verið að leita af fólki í rústunum.
Fréttablaðið/Getty

AP frétta­veitan ræddi við Chris Schnapp sem var við höfnina í Fort Myers að leita að 83 ára gömlu tengda­móður sinni sem neitaði að yfir­gefa heimili sitt á Sani­bel eyjunni rétt hjá ströndinni. „Hún varð eftir að á eyjunni,“ segir Schnapp við AP. „Mágur minn og mág­kona eiga fyrir­tæki þar. Þau komu sér í skjól en hún neitaði að fara með þeim.“

Mikil flóð eru enn á svæðinu sem gerir björgunar­sveitum erfitt fyrir en bátar flytja nauð­synja­vörur á milli svæða. Margir í­búar ríkisins eru án drykkjar­vatns og raf­magns vegna felli­bylsins.

Bátar og þyrlur hafa verið eina leiðin til að koma fólki í skjól.
Fréttablaðið/Getty

Ian færist næst yfir Norður-Karó­línu, Virginíu og svo New York en felli­bylurinn hefur misst mikinn kraft og er ekki talinn lík­legur til að valda miklum skaða. Það mun þó rigna mikið á þessum stöðum á næstu dögum.