Um fimm þúsund manns, fullorðnir og börn, eru nú látin í kjölfar tveggja stórra jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrland í gær. Á vef Reuters segir að um 3.700 séu látin í Tyrklandi og um 1.500 í Sýrlandi. Um tuttugu þúsund eru talin slösuð og er víða verið að leita að fólki í rústum bygginga sem hafa hrunið. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur varað við því að mannfall geti margfaldast á næstu dögum, upp í um tuttugu þúsund manns.
Fyrstu jarðskjálftinn reið yfir um miðja nótt, klukkan 4 að staðartíma. Sá var 7,8 á stærð og sá seinni um tólf tímum seinna og var 7,5 að stærð. Taldir hafa verið um 285 eftirskjálftar.
Búið er að senda um 25 þúsund björgunarliða á vettvang og er talið að hátt í sex þúsund byggingar hafi hrunið á jarðskjálftasvæðunum.
Björgunaraðgerðir eru erfiðar vegna veðurs en bæði er kalt og úrkoma mikil. Auk þess er víða rafmagnslaust og lítið sem ekkert bensín í sumum borgunum sem eru illa farnar eftir jarðskjálftana, eins og Antakya.


Hjálparsamtök hafa fjölmörg hafið neyðarsöfnun vegna hörmunganna og hafa hér á Íslandi UNICEF, Barnaheill og Rauði kross Íslands sent frá sér neyðarkall. Hægt er að styrkja neyðarsafnanir þeirra á heimasíðum þeirra.
