Yfir tvö hundruð kynferðisbrotamál hafa verið tilkynnt eða skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, þar af eru 87 tilkynningar um nauðgun.

„Flest málin eru enn opin og til afgreiðslu og því ekki hægt að segja til um að svo stöddu í hversu mörgum þeirra rannsókn hefur verið hætt,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Hann segir rannsóknir kynferðisbrota flóknar og að þær geti almennt tekið lengri tíma en aðrar rannsóknir.

Ævar Pálmi segir mál þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri séu til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar.