Alls heim­sóttu 4786 manns gos­stöðvarnar í Geldinga­dal í gær. Stefán J. K. Jeppesen, fram­kvæmda­stjóri TGJ, stað­festi þetta í morgun en tölurnar eru fengnar úr sjálf­virkum teljara sem Ferða­mála­stofa setti í gær upp við gos­stöðvarnar til að fylgjast með fjölda fólks á svæðinu.

Teljarinn telur fólk inn og út af svæðinu og eru þessar tölur byggður á gögnum frá annarri leiðinni.

Hægt verður að nálgast tölur úr teljaranum á vef­síðunni telja.is frá og með deginum í dag.