Á fimmta tug karlmanna hafa réttarstöðu sakbornings vegna vændiskaupa á höfuðborgarsvæðinu eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í desember. Fyrst var greint frá á RÚV.

Þar segir að lögreglan hafi fylgst með auglýsingum ellefu vændiskvenna í nokkrar vikur á síðasta ári. Engin þeirra sagðist vera þolandi mansals í viðtali hjá lögreglu.

Mennirnir eiga ýmist yfir höfði sér háar sekir eða dóm eftir alvarleika brota þeirra.

Þá kemur einnig fram að í desember í fyrra hafi lögreglan ráðist í umfangsmiðlar aðgerðir við að kortleggja framboð á vændi. Leitað var að auglýsingum hjá meintum vændiskonum og unnið út frá þeim.

Mikil aukning var á skráðum kyn­ferðis­brotum hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í desember miðað við mánuðinn á undan. Á­stæða aukningar á skráðum kyn­ferðis­brotum voru sér­stakar að­gerðir gegn man­sali og vændi. Í desember bárust lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu 74 til­kynningar um kyn­ferðis­brot en tíu í nóvember. Skráð voru 44 kyn­ferðis­brot í síðasta mánuði en 63 í nóvember.