Heildar­fjöldi látinna af völdum CO­VID-19 sjúk­dómsins er nú 299.483 sam­kvæmt talningu dAton en hvern dag láta yfir fimm þúsund manns lífið vegna þessa vá­gests.

Fjöldi dauðs­falla á hverjum sólar­hring hefur svo gott sem staðið í stað síðustu vikur og svo virðist sem ekki sé von á fækkun and­láta í bráð.

Sjúk­dómurinn hefur orðið lang­flestum að bana í Banda­ríkjunum þar sem yfir 80 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar. Á eftir Banda­ríkjunum eru flest dauðs­föll skráð í Bret­landi þar sem yfir nærri 34 þúsund ein­staklingar hafa látist, þar af 428 síðast­liðinn sólar­hring.

Veiran komin til að vera

For­svars­­menn Al­­þjóða­heil­brigðis­­stofnunarinnar hafa varað við að CO­VID-19 sjúk­dómurinn gæti verið kominn til að vera.

Stað­fest til­vik á heims­vísu telja nú nærri fjóra og hálfa milljón og þar af eru virk til­felli nú í kringum tvær og hálf milljón. Dag­lega greinast um 80 þúsund manns með veiruna sem hefur nú dreift sér til 188 landa.