Alls greindust 1.588 Covid-19 smit innanlands í gær og 55 smit á landamærunum.

Þetta er talsverð aukning frá því í gær þegar 1.151 smit greindist innanlands og nýtt met í fjölda smita innanlands frá upphafi.

Samkvæmt vef Covid.is voru 52 prósent í sóttkví við greiningu í gær og í heildina voru 5.259 sýni tekin.

Nú eru hátt í 25 þúsund manns í sóttkví eða einangrun.

Frá upphafi faraldursins hér á landi hafa 60.096 manns greinst með Covid-19 og 45 manns hafa látist vegna veirunnar.