Þetta kemur fram hjá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins.

Svipar Íslandi til Austur-Evrópuríkja á borð við Pólland, Tékkland og Rúmeníu að því leyti en þar er hlutfall innflytjenda utan ESB afar lágt.

Af Vestur-Evrópuríkjum er aðeins Malta fyrir ofan Ísland. Í Danmörku er hlutfallið 62 prósent, 60 í Noregi og rúmlega 50 í Svíþjóð.

Þegar kemur að atvinnuþátttöku fólks frá öðrum ESB- eða EES-ríkjum er hlutfallið á Íslandi 78 prósent, sem er nokkuð undir hinum Norðurlöndunum og mjög á pari við meðaltal álfunnar.

Eurostat reiknar út atvinnuþátttöku út frá hlutfalli 20 til 64 ára á vinnumarkaði.

Að lokum er mæld atvinnuþátttaka eigin þegna og þar er Ísland með tæplega 83 prósenta hlutfall og í þriðja sæti í álfunni, á eftir Sviss og Svíþjóð.