Hatari tróð upp á útihátíð Hinsegin daga í Hljómskálagarðinum í dag eftir að hafa gengið með félagi BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni. „Hatrið mun aldrei sigra ykkur“ sagði annar söngvari hljómsveitarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson, áður en hljómsveitin tók Eurovision lagið „Hatrið mun sigra.“

„Við fögnum fjölbreytileikanum og viljum minna fólk á að dæma ekki bókina af kápunni, allra síst leðurkápunni,“ sagði Matthías einnig og er þar að vísa í slagorð BDSM „Ekki dæma bókina af leðurkápunni."

Trommugimpið gekk með BDSM félagi Íslands

Meðlimir sveitarinnar fylktu liði með félafi BDSM á Íslandi í dag þar sem Einar Stefánsson, einnig þekktur sem trommugimpið, setti aftur upp grímuna sína. Einar bar síðan skilti sem á stóð „Ég er bara manneskja.“

Sannkölluð veisla stendur nú yfir Hljómskálagarðinum þar sem fjöldi tónlistarmanna munu stíga á stokk í dag. Meðal þeirra sem koma fram eru; Páll Óskar, Aaron Ísak, Daði Freyr, Vök, Hatari, Heklina, Beta og Una Stef. Heimildir herma að frábært stemmning sé á svæðinu.

Atriði Hatara í Hljómskálagarðinum í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink
Félag BDSM á Íslandi fylki liði með fána á lofti í Gleðigöngunni í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink
Leður og pleður voru allsráðandi hjá félaginu.
Fréttablaðið/Anton Brink
Meðlimir Hatara báru skilti frá BDSM félaginu á Íslandi.