Í gær hófst Hríseyjarhátíðin og mun standa fram á laugardagskvöld.
Garðakaffi, óvissuferðir, kaffisala kvenfélagsins á hátíðarsvæðinu, leiktæki fyrir börn, margs konar skemmtun á sviðinu, ratleikur og hópakstur traktora, eru meðal dagskráratriða. Einnig kvöldvaka, brekkusöngur og varðeldur.
Ferðamálafélag Hríseyjar stendur að hátíðinni. Ferjan Sævar mun sigla frá landi til Hríseyjar allt að níu sinnum á dag. Siglingin tekur 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. Ágætis veðurspá er í kortunum að sögn heimamanna í Hrísey.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.