Tveir há­stökkvarar náðu hæst 2,37 metrum og á­kváðu að deila heims­meistara­titlinum á Ólympíu­leikunum. Undir venju­legum kring­um­stæðum væri farið í eins­konar bráða­bana en mennirnir voru á­nægðir með að standa saman á vinnings­pallinum.

Mennirnir tveir, Mutaz Essa Bars­him frá Qatar og Gian­marco Tam­beri frá Ítalíu, reyndu báðir við 2,39 metra, nú­verandi Ólympíu­met, en mis­tókst í öllum þremur til­raunum.

Á­kvörðunin um að fara ekki í bráða­bana heldur deila titlinum upp­skar mikil fagnaðar­læti frá á­horf­endum en þetta er í fyrsta sinn sem frjáls­í­þrótta­menn deila sæti í Ólympíu­leikunum frá árinu 1912.