Erlent

Haspel gjaldgeng þrátt fyrir pyntingar

Gina Haspel er tekin við stöðu forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, en hún er nokkuð umdeild eftir að hafa haft yfirumsjón með pyntingum á föngum í leynilegum fangelsum Bandaríkjamanna. Öldungadeild bandaríska þingsins kaus um málið í dag.

Gina Haspel, nýr forstjóri CIA. Fréttablaðið/Getty

Gina Haspel er gjaldgeng í stöðu forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, eftir að kosið var um ráðningu hennar í öldungadeild bandaríska þingsins í dag. Heldur mjótt var á munum, eða 54 atkvæði gegn 45, sem þýðir að fleiri vildu halda í Haspel en sjá hana fjúka. Haspel tekur við stöðunni af Mike Pompeo sem er orðinn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. BBC greinir frá.

Haspel er nokkuð umdeild, en hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti og gekk til liðs við CIA árið 1985. Í þeirri stöðu sem hún gengdi áður hafði hún meðal annars yfirumsjón með pyntingum á föngum í leynilegum fangelsum Bandaríkjamanna í Tælandi. Myndbandsupptökum af yfirheyrslunum er talið hafa verið eytt að skipan Haspel.

Haspel er engu að síður talin njóta mikillar virðingar innan leyniþjónustunnar. John McCain, þingmaður repúblikana, finnst ekki mikið til Haspel koma en hann var sjálfur pyntaður á þeim fimm árum sem hann eyddi í víetnömsku fangelsi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Fyrir­skipa rann­sókn á hvernig 737-vélarnar fengu flug­leyfi

Erlent

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Nýja Sjáland

Enginn til­kynnti beina út­sendingu af hryðju­verkunum

Auglýsing

Nýjast

Aug­lýsa eftir verslunar­manni í Ár­nes­hreppi

Fram­sýn slæst í för með VR og Eflingu

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Auglýsing