Háskólinn í Reykjavík stendur í stað á lista World Univers­ity Rankings yfir bestu háskóla heims en Háskóli Íslands fellur um hundrað sæti og hefur aldrei verið neðar í tólf ára sögu listans.

Háskólinn í Reykjavík þykir meðal 301–350 bestu háskóla heims og í 53. sæti yfir bestu ungu háskóla heims meðal skóla sem eru með yngri en fimmtíu ára sögu.

Háskóli Íslands fagnar því að vera tólfta árið í röð á listanum en eftir að hafa verið meðal þrjú hundruð bestu háskóla heims fyrstu átta árin hefur HÍ sigið niður listann.