Há­skóla­neminn og hin­segin aktív­istinn Mars Proppé sendir rektor Há­skóla Ís­lands, Jóni Atla Bene­dikts­syni, fremur kaldar kveðjur í opnu bréfi sem birt var í Frétta­blaðinu í dag. Mars hefur undan­farið barist fyrir um­bótum í jafn­réttis­málum innan HÍ sem hán segir ekki vera upp á marga fiska.

„Núna er há­degi á virkum degi og ég ætti að vera í fyrir­lestri, að sinna mínu há­skóla­námi. Það hef ég hins vegar hvorki rými né að­stöðu til að gera með góðu móti, þökk sé því hversu illa hefur verið staðið að jafn­réttis­málum innan Há­skóla Ís­lands seinustu ár,“ skrifar Mars.

Frétta­blaðið greindi frá því í síðasta mánuði þegar Mars tók sig til og mót­mælti skorti á kyn­hlut­lausum klósettum í HÍ með því að fjar­lægja kynja­merkingar af klósettum skólans.

„Há­skólinn er dug­legur að halda jafn­réttis­daga og minna á að jafn­rétti sé meðal grunn­gilda stofnunarinnar en á sama tíma breytist lítið sem ekkert í þeim mála­flokkum sem snerta mörg okkar. Því er vert að spyrja, stendur skólinn í raun með minni­hluta­hópum og jafn­rétti allra? Eða er jafn­rétti há­skólans ein­göngu ætlað á­kveðnu fólki?“ spyr Mars og tekur svo til við að út­lista hvernig hallar á jafn­rétti hin­segin fólks innan veggja há­skólans.

Há­skólinn er jú ó­um­deilan­lega fyrst og fremst mennta­stofnun, og byggð fyrir nem­endur, þar með talið hin­segin nem­endur. Um­mæli þín á Vísi í síðustu viku sýndu svart á hvítu hversu af­tengdur þú ert okkar mál­efnum og raun­veru­legum þörfum okkar. Þar talaðir þú ekki einungis niður til okkar nem­endanna sem höfum verið að vinna hörðum höndum að því að mynda öruggt um­hverfi fyrir öll innan Há­skólans, heldur gerðir lítið úr þörfum okkar. Að segja svo að jafn­rétti sé eitt grunn­gilda Há­skólans er ekki einungis rangt, heldur stráir líka salti í sárin.

Uppfylla ekki lög um kynrænt sjálfræði

Mars nefnir sex hluti sem betur mættu fara í jafnréttismálum háskólans:

Í fyrsta lagi segir hán að þrátt fyrir að lög um kyn­rænt sjálf­ræði hafi tekið gildi árið 2019 hafi há­skólinn enn ekki boðið upp á slíkan val­kost í skráningum sínum eða á vef Uglunnar.

„Dæmi eru um það að nem­enda­skrá hafi neitað að gefa út ný próf­skír­teini fyrir trans fólk sem hefur breytt nafni sínu eftir út­skrift,“ skrifar Mars þar í fram­haldi en að sögn háns stenst það ekki lög um kyn­rænt sjálf­ræði.

Í þriðja lagi nefnir Mars hin­segin­fræðslu sem hán segir mjög á­bóta­vant innan HÍ.

„Hin­segin­fræðsla, sem og önnur jafn­réttis­fræðsla, integral partur af flestu skóla­starfi sem fram fer á öðrum skóla­stigum landsins, hefur fengið að sitja svo ræki­lega á hakanum fyrir starfs­fólk HÍ að sum þeirra gera sér vart grein fyrir því að jafn­rétti nái út fyrir launa­mun karla og kvenna.“

Í fjórða lagi nefnir Mars jafn­réttis­full­trúa skólans sem hán segir vera góða menn „með miklar hug­sjónir en þeir hafa í raun engin eigin­leg völd“.

Í fimmta lagi segir Mars halla tölu­vert á hin­segin starfs­fólk skólans því starfs­um­hverfið bjóði ekki upp á að þeim geti liðið vel. „Hvað þá nem­endum, enda starfs­andinn sum­staðar lítið breyst síðan frétt­næmt var að konur gengju í buxum.“

Í sjötta og síðasta lagi nefnir Mars klósettin og vísar í grein sem Q fé­lag hin­segin stúdenta birti á Vísi, Svar við um­­­mælum rektors um ó­­kyn­­greind salerni í HÍ.

Kærir sig ekki um afsakanir

Mars dregur ekkert úr orðum sínum og segist ekki kæra sig um af­sakanir rektors og annarra full­trúa há­skólans.

„Ég hef heyrt þær allar fyrr, og þær eru flestar ekki meira en svo: af­sakanir. Af­sakanir á mis­rétti sem væri vel hægt að laga ef raun­veru­legur vilji væri til staðar hjá því fólki sem fer með völdin innan há­skólans.“

Að lokum segir Mars að þrátt fyrir að hán muni ef­laust verða fyrir mikilli gagn­rýni og að­kasti vegna bréfsins til rektors hafi hán séð engan annan kost í stöðunni en að birta það á opin­berum vett­vangi.

„Með því einu að birta þetta bréf opin­ber­lega er ég að opna mig fyrir mikið meiri gagn­rýni en þú munt fá, að­kasti nettrölla og starfs­manna skólans, svo eitt­hvað sé nefnt. En ég taldi ekki að þú myndir taka nokkurt mark á þessu nema þetta væri á opin­berum grund­velli, þar sem ég og fleiri höfum verið að gagn­rýna þessa hluti innan há­skólans árum saman án árangurs.“