Hæstiréttur hefur fallist á taka fyrir mál sjómanns sem hlaut varanlega örorku eftir slys um borð í frystitogara.

Maðurinn lenti í slysi 1. mars 2014 þegar hann var við vinnu sem háseti um borð í frystitogara. Trollpoki sem hásetinn stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið.

Tveimur árum eftir slysið samdi maðurinn við fyrrverandi vinnuveitanda sinn um fullnaðaruppgjör, rúmar 13,5 milljónir króna. Uppgjörið var með fyrirvara þar sem afleiðingar slyss til lengri tíma koma ekki alltaf fram strax.

Hæstiréttur telur að málið hafi fordæmisgildi.

Maðurinn gerði svo kröfu um frekari bætur úr áhafnartryggingu sjómanna en sú krafa var byggð á áliti örorkunefndar árið 2019. Sjóvá-Almennar höfnuðu kröfunni og sögðu að matsgerð örorkunefndar hafi komið of seint, samkvæmt reglum þurfi að afla slíks álits í síðasta lagi þremur árum eftir slys.

Hásetinn hafði betur gegn Sjóvá-Almennum tryggingum bæði í Héraðsdómi Reykjavík og Landsrétti og var tryggingafélaginu gert að greiða honum tæpar 12 milljónir króna.Landsréttur staðfestir dóm Héraðsdóms en tryggingafélagið ákvað þá að leita til Hæstaréttar. Nú hefur rétturinn komist að þeirri niðurstöðu að málið kunni að hafa fordæmisgildi.