Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var í dag sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun en sýknaður í hinum þremur liðunum. Alls tók það kviðdómendur 26,5 klukkutíma að komast að niðurstöðu að því er kemur fram í frétt CNN.

Tólf manns sátu í kvið­dóminum, sjö karlar og fimm konur, en erfitt reyndist að finna hlut­lausa aðila til að sitja í kvið­dómnum þar sem á­sakanirnar gegn Wein­stein höfðu verið mikið til um­ræðu á opin­berum vett­vangi. Frá árinu 2017 hafa meira en 80 konur stigið fram og sakað fram­leiðandann um ýmis kyn­ferðis­brot.

Wein­stein var á­kærður fyrir að hafa brotið kyn­ferðis­lega á að­stoðar­konunni Mimi Haley árið 2006 með því króa hana af inni á svefn­her­bergi, að fróa sér fyrir framan hana og taka úr henni túrtappa. Þá var hann einnig á­kærður um að hafa nauðgað Jessi­ca Mann árið 2013, sem var á þeim tíma­punkti að reyna fyrir sér sem leik­kona.

Hann var sýknaður af þeim ákærum, sem voru taldar þær alvarlegustu, og þess í stað sakfelldur fyrir brot sín gegn tveimur öðrum konum. Þá þótti ekki sannað að hann hafi brotið gegn leikkonunni Annabella Sciorra en vitnisburður hennar var aðeins notaður til að staðfesta hegðun Weinstein þar sem hennar brot voru fyrnd. Alls voru sex konur sem báru vitni gegn Weinstein.

Hefði Weinstein verið fundinn sekur um brot sín gegn Haley og Mann hefðu hann getað átt von á tíu ára til lífstíðarfangelsisdóm en nú getur hann átt von á að minnsta kosti fimm ára fangelsi fyrir fyrra brotið og skilorði eða fjögurra ára fangelsi fyrir hið síðara. Dómsuppkvaðning verður ellefta mars næstkomandi.

Fréttin hefur verið uppfærð.