Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað eftir harðan árekstur í morgun.  

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akraness varð slysið ofarlega, norðanmegin í göngunum og var um nokkuð harðan árekstur að ræða. Sjúkraflutningarmenn og lögreglumenn frá lögreglunni á Vesturlandi eru enn á vettvangi þar sem meðal annars er unnið við þrif. Ekki er vitað hve lengi göngin verða lokuð.

Ekki fengust frekari upplýsingar um meiðsl, hvorki frá lögreglu né slökkviliðinu, en samkvæmt frétt RÚV um málið voru tveir fluttir á slysadeild.