Innlent

Harður á­rekstur í Hval­fjarðar­göngunum

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í göngunum.

Tveir voru fluttir á slysadeild.

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað eftir harðan árekstur í morgun.  

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akraness varð slysið ofarlega, norðanmegin í göngunum og var um nokkuð harðan árekstur að ræða. Sjúkraflutningarmenn og lögreglumenn frá lögreglunni á Vesturlandi eru enn á vettvangi þar sem meðal annars er unnið við þrif. Ekki er vitað hve lengi göngin verða lokuð.

Ekki fengust frekari upplýsingar um meiðsl, hvorki frá lögreglu né slökkviliðinu, en samkvæmt frétt RÚV um málið voru tveir fluttir á slysadeild.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing