Odd­vitar þeirra fram­boða sem bjóða fram í borginni mættust í kapp­ræðum Hring­brautar. Horfa má á kapp­ræðurnar í heild sinni neðst í fréttinni. Þau eru meðal annars spurð: „Um hvað er kosið?“

Tekið var á móti odd­vitum í hollum. Fyrst mættu odd­vitar Pírata, Sósíal­ista­flokksins og Flokks fólksins. Því næst mættu odd­vitar Mið­flokksins, Reykja­vík, besta borgin og Á­byrgar fram­tíðar. Þær kapp­ræður hefjast þegar 17:38 mínútur eru liðnar.

Í þriðja holl mættu odd­vitar Fram­sóknar, VG og Við­reisnar, þegar 28:40 mínútur eru liðnar af mynd­bandinu. Í fjórða og síðasta holli mættu odd­vitar Sjálf­stæðis­flokksins og Sam­fylkingarinnar, þegar 48:20 mínútur eru liðnar af mynd­bandinu.

Kappræðurnar hófust á Hringbraut kl. 18:30. Horfa má á þær í heild sinni hér fyrir neðan.