Allegra Stratt­on, ráð­gjafi Borisar John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, sagði af sér í gær í kjöl­far birtingar mynd­skeiðs sem sýndi hana undir­búa spuna um jóla­boð sem haldið var á skrif­stofu for­sætis­ráð­herrans í Downing­stræti 10 í fyrra.

Mjög strangar sam­komu­tak­markanir voru þá í gildi í landinu og mátti ekki halda neinar sam­komur, ekki einu sinni inni á heimilum. Sam­kvæmt heimildum breskra fjöl­miðla mættu nokkrir tugir í veislu í Downing­stræti. Mynd­bandið sýnir Stratt­on slá á létta strengi við fjöl­miðla­full­trúa, um að segja fjöl­miðlum að veislan hafi verið fundur.

Hart var sótt að John­son í breska þinginu vegna málsins, þar sem hann baðst af­sökunar á því og þver­tók fyrir að nokkrar reglur hefðu verið brotnar. Hefur hann einnig boðað innan­húss­rann­sókn á málinu. Sam­kvæmt könnun sem Sa­vanta Com­Res gerði í gær, telur meira en helmingur Breta að John­son eigi að segja af sér vegna málsins.

Stratt­on, sem var meðal annars tals­maður stjórnarinnar í tengslum við COP26-ráð­stefnuna í haust, var grát­klökk þegar hún til­kynnti um af­sögn sína og sagðist myndu iðrast orða sinna út ævina.