„Ég er niðurbrotinn eins og allir íbúar Kaupmannahafnar. Ég dýrka þessa borg. Fólkið er svo hlýtt og fullt af ást.

Ég er niðurbrotinn vegna fórnalambanna, fjölskyldum þeirra og allra þeirra sem særðust.

Mér þykir leitt að við gátum ekki verið saman. Passið vel upp á hvort annað. H,“ skrifar tónlitarmaðurinn Harry Styles á Twitter eftir skotárásina í verslunarmiðstöðinni Fields á Amager, í Danmörku á sunnudagskvöld.

Harry Styles átti að vera með tónleika í Royal Ar­ena, sem er rétt hjá Fields. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu að staðartíma, en skotárársin hófst klukkan hálf sex.