Harry og Vil­hjálmur munu í dag af­hjúpa nýja styttu af móður þeirra, Díönu prinsessu við Kensington höll. Í dag hefði prinsessan átt 60 ára af­mæli. BBC greinir frá.

Um er að ræða fyrsta við­burðinn sem Vil­hjálmur og Harry sækja saman síðan jarðar­för afa þeirra, Filippusar her­toga, í apríl síðast­liðnum. Á­ætlanir um styttuna voru gerðar árið 2017 og mun styttan standa í Sun­ken garðinum við Kensington höll.

Þá verða einnig fjöl­skyldu­með­limir Díönu við af­hjúpun styttunnar. Karl Breta­prins hyggst ekki mæta og hafa bresk götu­blöð flutt af því fréttir að það sé vegna sárra minninga um Díönu og hjóna­band þeirra.

Af­hjúpun styttunnar verður lítil og per­sónu­leg at­höfn að sögn konungs­fjöl­skyldunnar, ekki síst vegna CO­VID-19. Að sögn fjöl­skyldunnar var garðurinn þar sem styttan verður einn af upp­á­halds­stöðum prinsessunnar þegar hún bjó þar.

Styttan var smíðuð af Ian Rank-Broadl­ey. Í frétt BBC kemur fram að hann sé öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að smíða styttur af með­limum konungs­fjöl­skyldunnar en hann hefur meðal annars gert högg­myndir af Filippusi og Elísa­betu.