Kamala Har­ris, vara­for­seta­efni Demó­krata, í for­seta­kosningunum í Banda­ríkjunum í haust, lét Donald Trump Banda­ríkja­for­seta heyra það á blaða­manna­fundi sem var haldinn í kvöld.

Hún og Joe Biden, for­seta­efni flokksins, komu saman opin­ber­lega í fyrsta sinn nú í kvöld. Joe Biden tilkynnti í gærkvöldi að Harris yrði varaforsetaefni hans.

Kamala ræddi meðal annars stöðu Banda­ríkjanna í kórónu­veirufar­aldrinum, en eins og kunnugt er hafa lang­flest smit greinst í Banda­ríkjunum. Rúm­lega 5,3 milljónir manna hafa greinst með veiruna í Banda­ríkjunum og tala látinna er komin í 169 þúsund.

Har­ris sagði að á­stæða þess, að Banda­ríkjunum hefði gengið jafn illa og raun ber vitni að hefta út­breiðslu veirunnar, vera þá að Trump hefði gert þau grund­vallar­mis­tök að taka far­aldurinn ekki al­var­lega þegar hann fór af stað.

Benti hún á að Trump hefði verið hikandi við að leggja aukinn þunga í skimanir. Þá hefði hann ekki lagt neina sér­staka á­herslu á það að fólk héldi fjar­lægð hvert frá öðru eða notaði and­lits­grímur. „Svo ekki sé minnst á þá hugar­óra hans að hann viti betur en sér­fræðingarnir. Allt þetta hefur gert það að verkum að í Banda­ríkjunum deyr ein­stak­lingur á 80 sekúndna fresti af völdum CO­VID-19.“

Har­ris sagði að Trump bæri einnig á­byrgð á versnandi efna­hag Banda­ríkjanna. Hann hefði tekið við góðu búi af Barack Obama og Joe Biden á sínum tíma en ekki verið lengi að leggja efna­haginn í rúst, eða því sem næst.

Har­ris sagðist vera reiðu­búin í þá bar­áttu sem fram undan er og þakkaði hún þeim konum sem hafa rutt brautina á undan henni í banda­rískum stjórn­málum.