Lands­réttur hefur dæmt Hörpu og Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands til að greiða sviðs­manni þrjár milljónir króna í bætur vegna slyss árið 2012. Varan­leg ör­orka mannsins var metin 22 prósent.

Slysið varð er maðurinn „leitaðist við að stíga upp á um það bil 60 sentí­metra háan pall af um það bil 25 til 30 sentí­metra háum palli í hljóm­sveitar­gryfju í Eld­borgar­sal Hörpu í því skyni að kalla til ljósa­manns sem varð til þess að hann rann á brún efri pallsins og rak hnéð í hana“, eins og segir í dómi Lands­réttar.