Tveir drengir, 2 og 3 ára, fundust látnir í sund­laug í Belle Glade í Flórída í gær. Drengirnir voru í pössun hjá ömmu sinni þegar þeir laumuðust út um opið hlið og í nær­liggjandi garð.

CBS greinir frá þessu.

Amma drengjanna hafði sam­band við lög­reglu þegar hún tók eftir því að drengirnir voru ekki lengur í garðinum. Lög­regla kom á svæðið og notaði meðal annars flygildi við leitina. Með að­stoð hans fundust drengirnir með­vitundar­lausir ofan í sund­laug við hús skammt frá.

Virðast drengirnir hafa laumast út úr garðinum og ofan í laugina. Endur­lífgunar­til­raunir báru ekki árangur og voru drengirnir látnir við komuna á sjúkra­hús.

Rann­sókn á málinu stendur yfir, að sögn CBS.