Stjórn Sam­bands ís­lenskra kvik­mynda­fram­leið­enda harmar þá stöðu sem upp er komin í kvik­mynda­iðnaði, þar sem boðaður er niður­skurður í frum­varpi til fjár­laga 2023 sem gangi þvert gegn Kvik­mynda­stefnu stjórn­valda til ársins 2030.

Í yfir­lýsingu SÍK frá því í gær segir að niður­skurðurinn sem boðaður er nemi 433 milljónum króna og muni hafa al­var­legar af­leiðingar fyrir fram­leiðslu verk­efna. Þá er stjórnin ó­sátt með um­mæli Lilju Al­freðs­dóttur, menningar- og við­skipta­ráð­herra, sem í Bítinu á Bylgjunni í gær gaf til kynna að gagn­rýnin byggði á mis­skilningi.

Stjórnin bendir á að fyrir­sjáan­leiki kvik­mynda­iðnaðar skipti sköpum enda sé ferli kvik­mynda­verk­efna frá hug­mynd til sýninga oft langt og telji stundum mörg ár. Stjórnin vonast til að stjórn­völd endur­skoði um­ræddan fjár­laga­lið og væntir á­fram­haldandi sam­tals við menningar- og við­skipta­ráð­herra um málið á næstu dögum.