Innlent

Harma fjár­laga­frum­varpið í nú­verandi mynd

Stúdentaráð Háskóla Íslands gagnrýnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 og segir að fjármagn nemenda þurfi nauðsynlega að aukast.

Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs.

Stúdentaráð Háskóla Íslands kveðst harma fjárlagafrumvarp ríkistjórnarinnar fyrir árið 2019, sem kynnt var á blaðamannafundi í gærmorgun. 

„Ljóst er að fjármagn á hvern nemenda mun ekki aukast, ef miða má við frumvarpið, nema að fækkun nemenda á háskólastigi eigi sér stað,“ segir í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárlögin.

„Aðgangstakmarkanir eiga, að mati Stúdentaráðs, einungis að vera teknar upp þegar markmið þeirra er að auka gæði náms með hagsmuni nemenda að leiðarljósi en ekki til þess að bæta upp fyrir skort á fjármagni til háskólastigsins, þegar ríkisstjórn getur ekki staðið við gefin loforð.“

Þá bendir ráðið á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sé boðið stórsókn í menntamálum þar sem fram komi fagrar staðhæfingar um öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðið sé stórsókn í menntakerfum. „Stefnt er að því að fjármögnun háskólastigsins nái meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 og meðaltali Norðurlandana árið 2025, sem muni skipta sköpum bæði fyrir kennslu og rannsóknir í íslenskum háskólum.“

Stúdentaráð bendir á að til þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 þyrfti að auka útgjöld um þrjá milljarða til háskólastigsins á næstu tveimur árum.

„Raunhækkun háskólastigsins fyrir árið 2019 er um 705 milljónir (1.6 %) og fjármálaáætlun 2019 – 2023 gerir ráð fyrir um 2.7 milljarða viðbót næstu fimm árin til háskólastigsins í heild sinni.  Það liggur í augum uppi að ríkisstjórnin ætlar sér hvorki að standa við þau loforð að háskólar Íslands nái meðaltali OECD ríkjanna né Norðurlandanna á tímabilinu,“ segir í umsögninni.

Að lokum bendir ráðið á það að nemendum á háskólastigi hafi fækkað hér á landi og Norðurlöndin mennta nú hlutfallslega fleiri einstaklinga á háskólastigi en Ísland. „Á Norðurlöndunum eru heildartekjur háskóla á ársnema að meðaltali 4.4. milljónir á ári en á Íslandi eru þær eingöngu 2.6 milljónir á ári. Nemendur á Íslandi fá því um 1.8 milljónum krónum minna,“ segir í umsögn Stúdentaráðs.

„Því harmar Stúdentaráð nýútgefið fjárlagafrumvarp í núverandi mynd og skorar á Alþingi að gera betur og ná settum markmiðum í fjármögnun háskólastigsins.“ 

Fréttablaðið/Anton Brink

Umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands í heild sinni

Í myndskreyttum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar koma fram fagrar staðhæfingar um að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðuð er stórsókn í menntamálum. Stefnt er að því að fjármögnun háskólastigsins nái meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025, sem muni skipta sköpum fyrir bæði kennslu og rannsóknir í íslenskum háskólum.

Til þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 þyrfti að auka útgjöld um þrjá milljarða til háskólastigsins á næstu tveimur árum. Til þess að ná meðaltali Norðurlandanna þyrfti háskólastigið um það bil tveggja milljarða aukningu árlega til ársins 2025.

Raunhækkun háskólastigsins fyrir árið 2019 er um 705 milljónir (1,6%) og fjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir um 2,7 milljarða viðbót næstu fimm árin til háskólastigsins í heild sinni. Það liggur því í augum uppi að ríkisstjórnin ætlar sér hvorki að standa við þau loforð að háskólar Íslands nái meðaltali OECD-ríkjanna né Norðurlandanna á tímabilinu.

Ljóst er að fjármagn á hvern nemenda mun ekki aukast, ef miða má frumvarpið, nema að fækkun nemenda á háskólastigi eigi sér stað. Aðgangstakmarkanir eiga, að mati Stúdentaráðs, einungis að vera teknar upp þegar markmið þeirra er að auka gæði náms með hagsmuni nemenda að leiðarljósi en ekki til þess að bæta upp fyrir skort á fjármagni til háskólastigsins, þegar ríkisstjórn getur ekki staðið við gefin loforð. Að sama skapi er vert að benda á að nemendum á háskólastigi hefur fækkað síðustu ár og að Norðurlöndin mennta nú hlutfallslega fleiri einstaklinga á háskólastigi en Ísland. Það síðasta sem ríkisstjórnin ætti að vilja er að breikka þetta bil milli Íslands og Norðurlandanna enn frekar; þvert á móti ætti hún að stuðla að frekari menntun, sem ríkisstjórnin telur forsendu framfara í stjórnarsáttmála sínum.

Á Norðurlöndunum eru heildartekjur háskóla á ársnema að meðaltali 4,4 milljónir á ári en á Íslandi eru þær aðeins 2,6 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,8 milljónum króna minna. Í fjárlögunum er raunhækkun Háskóla Íslands um 200 milljónir. Launa- og verðlagsbætur eru stór hluti af þessari hækkun en fjöldi ársnema sem greitt er fyrir stendur nánast í stað í frumvarpi til fjárlaga 2019.

Nemendur fá 70% meira í Svíþjóð.

Nemendur fá 42% meira í Finnlandi.

Nemendur fá 85% meira í Danmörku.

Nemendur fá 81% meira í Noregi.

Gríðarlega mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að hafa samkeppnishæft menntakerfi en til þess þarf ríkisstjórnin að gera líkt og samanburðarríkin og auka bæði fjárfestingar í námi og nemendum. Ljóst er að þessi tvö markmið ríkisstjórnarinnar, að ná meðalfjárframlögum OECD ríkjanna fyrir 2020 og Norðurlandanna fyrir 2025, munu ekki verða að veruleika.

Því harmar Stúdentaráð nýútgefið fjárlagafrumvarp í núverandi mynd og skorar á Alþingi að gera betur og ná settum markmiðum í fjármögnun háskólastigsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Ömur­legt“ að hafa þurft að láta konuna sofa inni á baði

Innlent

Kona á tí­ræðis­aldri látin sofa á salerni með kúa­­bjöllu

Dómsmál

Síðasta þriggja dómara málið

Auglýsing

Nýjast

ESB samþykkir drög að Brexit-samningi

Vann sinn sjötta BMW á 6 árum

Yfir­maður leyni­þjónustu rúss­neska hersins látinn

Í þessum löndum er bensínið ódýrast

Banda­ríkin sögð í­huga refsi­að­gerðir gegn Kúb­verjum

Hyundai Saga rafmagnsbíll í Sao Paulo

Auglýsing