Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, voru meðlimir í HOG Chapter Iceland, félagi Harley eigenda á Íslandi. Pétur Halldór Ágústsson, annar félagi í Chapter Iceland, slasaðist einnig í árekstrinum og er hann nú á batavegi.

„Kæru félagar, það er með mikilli sorg í hjarta að ég flyt ykkur þær fréttir að félagar okkar í HOG Chapter Iceland, Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, létust í bifhjólaslysinu á Kjalarnesi síðast liðinn sunnudag. Börnum þeirra og aðstandendum öllum, sem og vinum, vottum við okkar dýpstu samúð,“ segir í tilkynningu frá Bjarna Vestmann, formanni félagsins.

Finnur og Jóhanna voru virk í félaginu og gjafmild að sögn Bjarna en þegar félagið missti sitt síðasta athvarfi sitt keyptu þau hjónin húsnæði í Nethyl í Árbæ og lögðu endurgjaldslaust undir félagið.

Félagið vekur nú athygli á styrktarreikningi fyrir börn Finns og Jóhönnu til að hjálpa þeim með kostnað jarðarfarar þeirra.

Finnur og Jóhanna láta eftir sig fjögur, uppkomin börn. Þeim sem vilja styrkja þau er bent á þennan styrktarreikning: 0114-15-382407. Kt:020168-4209.