Nýja vélin mun passa í 2017 hjól og nýrri sem eru af svokallaðri Touring gerð. Vélin er 121 hestafl og skilar 178 Newtonmetra togi. Hægt verður að auka við afl vélarinnar með High-Flow pústkerfi, og öðrum blöndung eða lofthreinsurum. Vélin passar beint í hjólin án breytinga og þeir sem panta hana þurfa aðeins að bíða í 30 daga. Hún verður þó ekki ódýr því herlegheitin kosta 780.000 kr stykkið.