Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir hörku og vopnaburð innan fangelsanna hafa aukist til muna á allra síðustu árum. Fangaverðir séu í meiri hættu en áður, en alvarlegum árásum á þá hafi fjölgað og þær orðið grófari. 62 sitja nú í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir handtökur síðustu daga, sem er met.
Páll var gestur Fréttavaktarinnar í kvöld og ræddi þar alvarlegt ástandið innan fangelsanna á Íslandi sem eru ekki einasta yfirfull heldur ná þau ekki heldur að þjóna þörfum fanga með sem bestum hætti. Fjármuni vantar bæði til þess, svo og að full manna stöður til að nýta aðstöðu innan fangelsanna, en hann kveðst vongóður um að 150 milljóna króna aukfjárþörf fangelsanna verði mætt í ár.
Hann segir þann mikla fjölda sem nú sitji inni í fangelsum landsins gera það örugglega af verkum að dómar dómþola sem bíði nú afplánunar fyrnist í meira mæli en áður, en við því sé lítið að gera, þar eð meintir brotamenn í gæsluvarðahaldi gangi fyrir í fangelsum landsins.
Sjá má viðtalið við Pál hér.