Páll Win­kel, fangelsis­mála­stjóri segir hörku og vopna­burð innan fangelsanna hafa aukist til muna á allra síðustu árum. Fanga­verðir séu í meiri hættu en áður, en al­var­legum á­rásum á þá hafi fjölgað og þær orðið grófari. 62 sitja nú í gæslu­varð­haldi hér á landi eftir hand­tökur síðustu daga, sem er met.

Páll var gestur Frétta­vaktarinnar í kvöld og ræddi þar al­var­legt á­standið innan fangelsanna á Ís­landi sem eru ekki einasta yfir­full heldur ná þau ekki heldur að þjóna þörfum fanga með sem bestum hætti. Fjár­muni vantar bæði til þess, svo og að full manna stöður til að nýta að­stöðu innan fangelsanna, en hann kveðst von­góður um að 150 milljóna króna auk­fjár­þörf fangelsanna verði mætt í ár.

Hann segir þann mikla fjölda sem nú sitji inni í fangelsum landsins gera það örugg­lega af verkum að dómar dóm­þola sem bíði nú af­plánunar fyrnist í meira mæli en áður, en við því sé lítið að gera, þar eð meintir brota­menn í gæslu­varða­haldi gangi fyrir í fangelsum landsins.

Sjá má við­talið við Pál hér.