Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra hefur fallist á til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis um hertar sam­komu­tak­markanir á höfuð­borgar­svæðinu. Þær taka gildi á morgun, 7. októ­ber. Þær tak­markanir sem kynntar voru í gær gilda ó­breyttar annars staðar á landinu.

Í frétt á vef Stjórnar­ráðsins kemur fram að gildis­tími þessara tak­markana sé til og með 19. Októ­ber næst­komandi. Með höfuð­borgar­svæðinu er átt við Reykja­vík, Sel­tjarnar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Kjósar­hrepp, Hafnar­fjarðar­kaup­stað, Garða­bæ og Kópa­vog.

Hertar tak­markanir fela í sér eftir­farandi:


• Ná­lægðar­mörk 2 metrar: Ná­lægðar­mörk verða 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undan­skildum börnum fæddum 2005 og síðar.


Þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nándar: Starf­semi og þjónusta sem krefst snertingar eða ef hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar ná­lægðar er ó­heimil. Þetta á við svo sem um hár­greiðslu­stofur, snyrti­stofur, nudd­stofur, húð­flúrunar­stofur og aðra sam­bæri­lega starf­semi. Framan­greint á þó ekki við um starf­semi heil­brigðis­starfs­fólks við veitingu heil­brigðis­þjónustu en í þeim til­vikum er skylt að nota and­lits­grímur.


Verslanir: Við­skipta­vinum verslana verður skylt að bera and­lits­grímur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga sem ekki eru í nánum tengslum.


Sund- og bað­staðir: Sund- og bað­stöðum verður lokað.


Í­þróttir og líkams­rækt innan­dyra ó­heimil: Líkams­rækt, í­þrótta­starf og sam­bæri­leg starf­semi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli ná­lægð, eða þar sem notkun á sam­eigin­legum búnaði getur haft smit­hættu í för með sér er ó­heimil innan­dyra.


Í­þróttir utan­dyra: Í­þróttir utan­dyra eru heimilar en á­horf­endur á í­þrótta­við­burðum utan­dyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Á­horf­endur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum.


Sviðs­listir: Á við­burðum svo sem í leik­húsum, kvik­mynda­húsum, á tón­leikum o.þ.h. mega gestir ekki vera fleiri en 20 að há­marki. Gestir skulu allir bera grímu og sitja í merktum sætum.


Veitinga­staðir: Þeir veitinga­staðir sem mega hafa opið (krár og skemmti­staðir skulu vera lokaðir) mega ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00.

Börn fædd 2005 og síðar:


Skóla­sund: Þrátt fyrir lokun sund­staða er heimilt að halda úti skóla­sundi fyrir börn fædd 2005 og síðar.
Í­þrótta- og æsku­lýðs­starf­semi og tóm­stundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er heimil.
Keppnis­við­burðir: Keppnis­við­burðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa um­fram hefð­bundnar æfingar eru ó­heimilir.
Ná­lægðar- og fjölda­mörk: Líkt og áður gilda ná­lægðar- og fjölda­mörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.