Einn hefur verið fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur sem átti sér stað á gatnamótum Laugavegar og Suðurlandsbrautar á tólfta tímanum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði lentu tvær bifreiðar saman sem komu úr gagnstæðri átt. Þá lenti önnur þeirra á ljósastaur. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang auk dælubíls.

Fréttablaðið/Anton Brink

Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er unnið að því að fjarlægja bílana og hreinsa upp vettvanginn.

Á meðan verður truflun á umferð um gatnamót Laugavegs, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar og stýrir lögregla umferð um svæðið.

Fréttin hefur verið uppfærð.