Harður árekstur tveggja fólksbifreiða varð rétt upp úr klukkan tíu í morgun við Kalkofnsveg í miðbæ Reykjavíkur.

Lögreglan vinnur nú að því að aðstoða ökumenn bifreiðanna ásamt farþegum þeirra.

Einhverjar umferðatafir kunna að verða vegna slyssins en lögreglan hefur lokað fyrir Kalkofnsveg í átt að Lækjargötu.

Ekki er ljóst hvort slys hafi orðið á fólki að svo stöddu.

Klukkan 11.23 er verið að flytja bíla af vettvangi slyssins.

Fréttablaðið/Björk Eiðsdóttir