Harður árekstur varð á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar, sem komu úr sitthvorri áttinni skullu saman.

Samkvæmt Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um slysið rétt eftir klukkan tvö í dag og voru þrír fluttir á sjúkrahús á Reykjavík. Lögreglan hafði ekki upplýsingar um hversu alvarleg meiðslin eru talin.

Verið er að rannsaka tildrög slyssins og segir lögreglan að búist sé við að vegurinn verði lokaður næsta klukkutímann.