Frum­kvöðullinn Har­ald­ur Þor­­leifs­­son, stofnandi hönnunar­fyrir­tækisins Ueno, hef­ur boðist til að að­stoða fólk sem hef­ur skrifað und­ir þöggunar­samninga vegna kyn­­ferðis­brota.

Haraldur birti færslu á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hann bauð fram að­stoð sína en tók þó fram að hann gæti ekki lofað neinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að Har­ald­ur réttir þol­endum kyn­­ferðisof­beld­is og stuðnings­fólki þeirra hjálpar­hönd. Síðasta sumar bauðst hann til að borga all­an lög­­fræði­kostnað þeirra sem fengu stefnu frá Ingólfi Þór­ar­ins­­syni, betur þekktur sem Ingó veður­guð.

Ingó sendi nokkrum ein­stak­lingum kröfu­bréf vegna um­­­mæla sem þeir létu falla á sam­fé­lags­miðlum um meint kyn­­ferðis­brot söngvarans. Þá bauðst Haraldur einnig til að greiða miska­bæt­ur fyr­ir þá sem fengu á sig stefnu ef mál þeirra myndu fara á þann veg.