For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son, veitti Haraldi Þor­leifs­syni rétt í þessu Hvatningar­verð­laun Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands 2021. Haraldur hlýtur verð­launin fyrir verk­efnið Römpum upp Reykja­vík.

Faðir Haraldar, Þor­leifur Gunn­laugs­son, tók við verð­laununum fyrir hönd sonar síns.

Hug­myndin að verk­efninu kviknaði hjá Haraldi þegar hann sat í hjóla­stólnum fyrir utan verslun í Reykja­vík og beið eftir fjöl­skyldu sinni sem var inni í versluninni. Á milli þeirra var að­eins ein trappa en sú trappa dugði þó til að Haraldur kæmist ekki inn með fjöl­skyldu sinni.

Faðir Haraldar, Þor­leifur Gunn­laugs­son, tók við verð­laununum frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir hönd sonar síns.
Mynd/ÖBÍ

Upp­haf­lega gaf hann sér eitt ár til að byggja hundrað rampa í Reykja­vík. Það mark­mið náðist á 8 mánuðum, og nú hefur hann sett markið enn hærra og ætlar sér að byggja eitt þúsund rampa um allt land.

„Gott að­gengi er okkur öllum mikil­vægt. Það er mörgum hulið hve það er mikil­vægt. Þá er hollt að setja sig í spor Haraldar, og sjá fyrir sér allar tröppurnar sem hindra að­gang svo margra að sam­fé­laginu,“ segir í til­kynningu frá ÖBÍ.

Mark­mið Hvatningar­verð­launa ÖBÍ er að veita viður­kenningu þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu sam­fé­lagi fyrir alla, sem endur­spegla nú­tíma­legar á­herslur um þátt­töku, sjálf­stæði og jafn­rétti fatlaðs fólks. Að sögn ÖBÍ fellur verk­efnið Römpum upp Reykja­vík full­kom­lega að til­gangi verð­launanna.