Haraldur Bene­dikts­son hefur á­kveðið að þiggja 2. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi. Þetta stað­festir hann í sam­tali við Skessu­horn.is. Hann hafði áður lýst 2. sæti sem aftur­sæti.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá sagðist Haraldur ekki ætla á listann nema hann yrði odd­viti. „Það get­ur ekki ver­ið gott fyr­ir nýj­an odd­vit­a að hafa þann gaml­a í aft­ur­­sæt­in­u,“ sagði hann í sam­tali við Bæjarins Besta.

Í próf­kjörinu fór Þór­dís Kol­brún með sigur úr býtum í 1. sæti listans. Haraldur endaði í því öðru og nú ljóst hann þiggur sætið. Hann segist hafa viljað hugsa sinn gang, heyra í flokk­for­ystunni og bak­landi sínu. Hann segir fjöl­marga hafa skorað á sig að halda 2. sæti.

„Ég get því ekki litið fram­hjá þeirri stað­reynd að þrátt fyrir allt virðist enn­þá vera eftir­spurn eftir störfum mínum á þingi. Ég get því upp­lýst að ég lýsi mig til­búinn í fram­boðs­slaginn,“ segir Haraldur í sam­tali við Skessu­horn.