Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir mun vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Haraldi barst beiðni um það frá heilbrigðisráðherra.

Gerð skýrslunnar er í samræmi við beiðni Alþingis.

Skýrslubeiðendur óskuðu eftir því að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila. Óskað hefur verið eftir framlengdum tímafresti á skilum skýrslunnar til þingsins og gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar.