„Það er kominn tími á rót­tæka vinstri­stefnu sem hefur skýra fram­tíðar­sýn og hafnar stöðugum mála­miðlunum til hægri. Mála­miðlanirnar hafa engu skilað nema aftur­för, sí­auknum ó­jöfnuði og auð­söfnun lítils hluta þjóðarinnar. Skatta­hækkanir á bóta­þega og al­mennt launa­fólk, sligandi hús­næðis- og leigu­markaður og níð­þungur fjár­magns­kostnaður og fjár­mála­kerfi leggja þungar byrðar á þjóðina en soga hins vegar gríðar­legan arð til fjár­magns­eig­enda og stór­fyrir­tækja,“ segir Haraldur Ingi Haralds­son sem skipar efsta sæti Sósíal­ista­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi.

Annað sæti listans skipar Margrét Péturs­dóttir verka­kona og það þriðja Guð­rún Þórs­dóttir sem er menntuð í mynd­list og menningar­stjórnun.

Í til­kynningu frá flokknum segir að listanum sé stillt upp af slembi­völdum hópi meðal fé­laga flokksins sem unnið hefur hörðum höndum að því að endur­spegla sem skýrast vilja gras­rótar flokksins og teljum við það skila mun betri árangri en hefð­bundnar leiðir við upp­röðun á lista sem oftar en ekki gefa skakka mynd.

Sam­hliða listanum hafa Sósíal­istar birt til­boð til kjós­enda í Norð­austur­kjör­dæmi sem, er hægt að skoða hér.

Listi Sósíal­ista­flokks Ís­lands í Norð­austur­kjör­dæmi:

 1. Haraldur Ingi Haralds­son, verk­efnis­stjóri
 2. Margrét Péturs­dóttir, verka­kona
 3. Guð­rún Þórs­dóttir, menningar­stjóri og ráð­gjafi
 4. Þor­steinn Bergs­son, bóndi
 5. Unnur María Mán­ey Berg­sveins­dóttir, sirkus­lista­kona og sagn­fræðingur
 6. Auður Trausta­dóttir, sjúkra­liði
 7. Rúnar Freyr Júlíus­son, náms­maður
 8. Karolina Sigurðar­dóttir, verka­kona
 9. Bergrún Andra­dóttir, náms­maður
 10. Brynja Siguróla­dóttir, ör­yrki
 11. Stefán L. Rögn­valds­son, bóndi og raun­sæis­skáld
 12. Kol­beinn Agnars­son, sjó­maður
 13. Hall­dóra Haf­dísar­dóttir, mynd­listar­maður
 14. Arin­björn Árna­son, fv. bóndi og bif­reiðar­stjóri
 15. Ari Sigur­jóns­son, sjó­maður
 16. Árni Daníel Júlíus­son, sagn­fræðingur
 17. Michal Polacek, lög­fræðingur
 18. Katrín María Ipaz, þjónn
 19. Skúli Skúla­son, leið­beinandi

20. Jóhann Axels­son, prófessor emeritus