Haraldur Bene­dikts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið ráð­lagt að taka sér veikinda­leyfi frá þing­störfum. Hann skrifar í Face­book-færslu að á­stæðan sé sýkingar í kviðar­holi og víðar. 

„Kæru vinir, eins og ein­hver ykkar vitið hef ég verið að glíma við veikindi í sumar og haust. Sýkingar í kviðar­holi og víðar - til að takast á við af­leiðingar þeirrra, og koma í veg fyrir verri er mér ráð­lagt að taka mér hvíld frá þing­störfum,“ skrifar Haraldur. 

Hann kveðst þó eitt­hvað ætla að verða á ferli, en mest „slakur og latur“. 

„Fannst rétt að þið fréttuð þetta frá mér með þessum hætti - því eðli­lega er spurt um fjar­veru mína. En þetta gengur allt vel,“ skrifar hann að lokum. 

Teitur Björn Einars­son hefur tekið sæti Haraldar.