Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, mun ekki taka annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fari svo að hann haldi ekki fyrsta sætinu. Frá þessu greinir Haraldur í samtali við Bæjarins Besta.

„Ég hef set­ið sem odd­vit­i list­ans og gegnt stöð­u fyrst­a þing­manns kjör­dæm­is­ins. Ég hef náð að still­a sam­an streng­i allr­a þing­mann­a kjör­dæm­is­ins til góðr­a verk­a. Ég er reið­u­bú­inn að gera það á­fram. Feli flokks­menn öðr­um það hlut­verk er það skýr nið­ur­stað­a. Það get­ur ekki ver­ið gott fyr­ir nýj­an odd­vit­a að hafa þann gaml­a í aft­ur­sæt­in­u,“ seg­ir hann.

Haraldur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, keppast um oddvitasætið. Prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram á morgun og laugardag.