Síðar í dag fer fram við­burðurinn Sálmar og bjór á vegum Grafar­vogs­kirkju. Til­efnið er út­gáfa nýrrar sálma­bókar. Sóknar­presturinn segir út­gáfu sálma­bókarinnar vera stór­við­burð í kirkjunni.

„Þetta fyrir­bæri og þessi við­burður, Sálmar og bjór, er mjög þekkt í til dæmis Banda­ríkjunum. Það er þó nokkuð al­gengt í kirkjum þar að fólk komi saman á pöbbum og syngi sálma saman,“ segir séra Guð­rún Karls Helgu­dóttir, sóknar­prestur í Grafar­vogi.

Við­burðurinn verður í Öl­húsinu í Grafar­vogi á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. Guð­rún segir tíma­setninguna frá­bæra því fólk geti síðan farið heim og búið til föstu­dagspitsuna.

„Það er einn al­vöru hverfis­pöbb í Grafar­vogi. Þau tóku vel í þetta og ætla að vera með happy-hour á meðan við erum þarna,“ segir Guð­rún sem kveður við­brögðin og á­hugann mikinn.

„Fólk hefur tekið mjög vel í þetta, alveg virki­lega vel. Þannig að ég vona að það verði alveg fullt af fólki,“ segir Guð­rún og bætir við að allir séu vel­komnir, ekki að­eins Grafar­vogs­búar. „Þetta er risa­stór pöbb, öll sem hafa á­huga eru vel­komin.“

Guð­rún segir að sálma­söngur og bjór­drykkja fari vel saman. Það séu þó engin skil­yrði að drekka bjór á við­burðinum, sem er ekki sá fyrsti sinnar tegundar hér­lendis. Guð­rún segist vita af tveimur áður.

„Ný­lega var Dóm­kirkjan með svona við­burð og þau héldu það í 12 Tónum og svo veit ég að Lang­holts­kirkja hefur verið með þetta í safnaðar­salnum hjá sér,“ segir hún.

Búast má við hressi­legri stemningu að sögn Guð­rúnar. Valdir hafi verið gamlir og nýir sálmar sem verði sungnir. Einnig verði tekið á móti upp­á­stungum úr sal.

„Við erum búin að velja gamla sálma sem margir kunna, splunku­nýja og flotta sálma og svo sálma sem hafa verið þekktir í svo­lítinn tíma en ekki verið í sálma­bókinni en eru komnir þangað núna,“ segir Guð­rún.

Þá eru margir sálmarnir þekktir úr brúð­kaupum og jarðar­förum.

„Það er nefni­lega ein­hvern veginn alltaf þannig að bestu sálmarnir, þeir enda oft sem svona jarðar­farar­sálmar,“ segir Guð­rún.

Báðir organ­istar kirkjunnar verða á staðnum á­samt báðum kórum Grafar­vogs­kirkju og karla­kór Grafar­vogs, sem mun sjá um for­sönginn. „Við vonum að fólk taki undir og syngi með,“ segir Guð­rún.