Stjórn­mála­fræði­prófessorinn Hannes Hólm­steinn Gissurar­son tjáir sig að nýju á Twitter síðunni sinni um skoðanir sínar á mál­stað bar­áttu­konunnar Gretu Thun­berg. Þar vísar hann í orð Gretu um fram­tíðar­kyn­slóðir og spyr hvað þær hafi gert fyrir okkur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem prófessorinn tjáir sig um bar­áttu Thun­berg en það vakti mikla at­hygli þegar hann líkti að­gerðum hennar við barna­kross­ferðina 1212 fyrr í þessum mánuði. „Að­­gerðir Gretu Thun­berg minna mig á hina ó­­­gæfu­­sömu barna­­kross­­ferð frá 1212,“ skrifaði hann þá.

Í Twitter færslu sinni að þessu sinni vísar Hannes meðal annars í fræga ræðu Thun­berg þar sem hún sagðist tala fyrir komandi kyn­slóðir og biðlaði til leið­toga heimsins á loft­lags­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna um að­gerðir vegna ham­fara­hlýnunar.

„Greta Thun­berg segir að hún tali fyrir komandi kyn­slóðir,“ skrifar Hannes. „Hvað hafa komandi kyn­slóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kyn­slóðir? Allt.“

Um­mæli Hannesar hljóta blendnar við­tökur á miðlinum og virðist ekkert skoðana­syst­kin hans gefa sig fram. Einn þakkar honum meðal annars í kald­hæðni fyrir að benda á það að þeir sem ekki enn séu til hafi ekki gert neitt fyrir neinn.