„Ég er tengdur svæðinu þannig að ég mun klár­lega leggja mig allan fram. Ég vona bara að hver sá sem vinnur verði með frá­bært verk­efni,“ segir Kristján Breið­fjörð Svavars­son lands­lags­arki­tekt.

Kristján er hluti af hinu al­þjóð­lega teymi Apríl arki­tektum, sem er eitt af þremur teymum sem munu taka þátt í hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag og hönnun Langa­sands­svæðisins á Akra­nesi. Alls vildu fjór­tán teymi taka þátt.

Kristján býr á Sval­barða en er fæddur á Akra­nesi og hefur sterkar tengingar til Skagans þó að hann hafi alist upp á Húsa­vík.

Kristján Breið­fjörð Svavars­son, lands­lags­arki­tekt, býr á Sval­barða en er fæddur á Akra­nesi.
Fréttablaðið/Aðsend

„Það var löngu á­kveðið að ég ætti að fæðast á Skaganum því amma var ljós­móðir þar. Ég var oft á sumrin hjá afa og ömmu á Akra­nesi og dagarnir enduðu sjaldnast án þess að hafa farið niður í fjöru að tína steina og annað sem rak á land. Minningar og upp­lifanir af svæðinu eru á­vallt plús.“

Þetta er í fyrsta sinn sem teymið vinnur saman. Eðli­lega er fjar­vinna stór hluti af vinnunni enda langt á milli með­lima. „Tæknin gerir heiminn lítinn og það er ekkert mál.

Ég er samt að gæla við að fara suður eftir og taka góða törn á Ís­landi, en sú á­kvörðun verður senni­lega tekin með stuttum fyrir­vara á þessum maka­lausu tímum,“ segir Kristján sem á og rekur svavars­sondesign­lab og þá er hann einnig að vinna hjá Lo:Le land­skap í Trom­sö.

„Þar sem maður býr á Sval­barða, 1.300 kíló­metra frá norður­pólnum, tekur maður það sem rekur á fjörur. Auk fjar­vinnu minnar frá frá Trom­sö rek ég mitt eigið fyrir­tæki og eru verk­efni allt frá vöru­merkjum og upp til lands­lags­arki­tektúrs. Hjá Lo:Le land­skap er margt skemmti­legt í gangi. Núna er lokuð sam­keppni um fram­halds­skóla sem býður upp á hrein­dýra­hirðis­menntun og þjóð­leik­hús í Kauta­keino,“ segir Kristján.