Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingkosningum sem fram fara þann 25. september næstkomandi.

Viðreisn hefur nú birt framboðslista sína í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og líkt og áður notast Viðreisn við svokallaða fléttulista þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Hanna Katrín segist stolt og full tilhlökkunar.

„Ég er mjög stolt af þessum sterka lista og hlakka til komandi kosningabaráttu með öflugum og fjölbreyttum hópi fólks sem deilir hugsjónum og gildum Viðreisnar. Það er tilhlökkunarefni að bera verk Viðreisnar og þau mál sem við höfum haldið á lofti undir dóm kjósenda í haust. Áherslur Viðreisnar á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni eru leiðarljós sem munu reynast íslenskri þjóð best,“ segir Hanna Katrín.

Þorbjörg Sigríður segir verkefnið framundan stórt.

„Það snýst um framtíðarsýnina fyrir Ísland, þar sem baráttan fyrir almannahagsmunum verður að hafa betur. Ég hlakka til vinnunnar með þessum sterka og fjölbreytta framboðslista Viðreisnar og veit að saman munum við ná langt,“ segir Þorbjörg Sigríður.

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, María Rut Kristinsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Daði Már Kristófersson, Guðmundur Ragnarsson og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson.
Mynd: Viðreisn

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar, skipar 2. sætið á lista flokksins í Reykjavík suður. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður.

María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, er í 3. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur, er í því fjórða.

Heiða Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands, situr í 5. sæti, Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, er í því sjötta og Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, skipar 7. sætið.

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sálfræðinemi og frístundaleiðbeinandi, skipar 3. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, er í 4. sæti.  

Marta Jónsdóttir, lögfræðingur, situr í 5. sæti listans, Geir Sigurður Jónsson, forritari og frumkvöðull, er í 6. sæti og Þórunn Sif Böðvarsdóttir, kennari, er í því sjöunda.

Listi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður:

 1. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar
  2. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar
  3. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
  4. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur
  5. Heiða Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands
  6. Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands
  7. Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri
  8. Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri og formaður öldungaráðs Viðreisnar
  9. Eyrún Þórðardóttir, verkefnastjóri
  10. Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður
  11. Rhea Juarez, í fæðingarorlofi
  12. Stefán Andri Gunnarsson, kennari
  13. Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðingur á móttökugeðdeild
  14. Aron Eydal Sigurðarson, þjónustufulltrúi
  15. Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  16. Reynir Hans Reynisson, sérnámslæknir
  17. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, rannsakandi hjá skattrannsóknarstjóra Skattsins
  18. Samúel Torfi Pétursson, verkfræðingur
  19. Margrét Ósk Gunnarsdóttir, laganemi
  20. Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og varaforseti LUF
  21. Ásdís Rafnar, hæstaréttarlögmaður
  22. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur
Frá vinstri: María Rut Kristinsdóttir, Daði Már Kristófersson, Hanna Katrín Friðriksson, Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og Heiða Ingimarsdóttir.
Mynd: Viðreisn

Listi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður:

 1. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður
  2. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður
  3. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sálfræðinemi og frístundaleiðbeinandi
  4. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna
  5. Marta Jónsdóttir, lögfræðingur
  6. Geir Sigurður Jónsson, forritari og frumkvöðull
  7. Þórunn Sif Böðvarsdóttir, kennari
  8. Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri
  9. Dóra Sif Tynes, lögmaður
  10. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
  11. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  12. Einar Torfi Einarsson Reynis, verkfræðingur
  13. Emilía Björt Írisardóttir, stjórnmálafræðinemi
  14. Kristján Ingi Svanbergsson, meistaranemi í fjármálum
  15. Þuríður Elín Sigurðardóttir, leikkona
  16. Halldór Pétursson, byggingarverkfræðingur
  17. Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri
  18. Sveinbjörn Finnsson, sérfræðingur í orkumálum
  19. Sigrún Helga Lund, stærðfræðingur
  20. Hákon Guðmundsson, markaðsfræðingur
  21. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, kennari og tónlistarkona
  22. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra
Frá vinstri: Guðmundur Ragnarsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson og Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir.
Mynd: Viðreisn