Al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og Land­læknis­em­bættið vinna nú að hönnun sér­staks smá­forrits sem nota á til þess að rekja smit vegna út­breiðslu kóróna­veirunnar svo­kölluðu. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Vonir standa til þess að hægt verði að taka for­ritið í gagnið í næstu viku. Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­stjóri, segir að mark­miðið sé fyrst ogg fremst að flýta fyrir vinnu við smitrakningu. For­ritið muni ekki koma í staðinn fyrir sam­töl smitrakningar­teymis við smitaða.

Sem dæmi nefnir Víðir að ef fólk leggur bíl sínum í tíu mínútur við hlið annars bíls gæti for­ritið haldið að bíl­stjórarnir eigi í sam­skiptum þó það sé ekki raunin. Smitrakningar­teymið muni á­fram þurfa að ræða við smitaða og fara yfir gögnin úr for­ritinu.

Gert er ráð fyrir tvö­földu sam­þykki sím­not­enda og þarf fólk að gefa leyfi tvisvar sinnum fyrir upp­lýsinga­söfnun og úr­vinnslu þegar for­ritið er sett upp.

„Þetta er gagna­grunnur sem verður í eigu land­læknis­em­bættisins. Um hann gilda sömu reglur og um aðra gagna­grunna á heil­brigðis­sviði. Gögnunum verður síðan eytt þegar búið er að rekja smitið,“ segir Víðir.

Helmingur þeirra sem greinst hafa með CO­VID-19 hér­lendis hafa verið í sótt­kví áður en við­komandi greindist með smit. Víðir segir að mark­miðið sé að tryggja að svo verði á­fram. Auð­veldara verði að rekja smit með nýja for­ritinu.