Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir, sem vakið hefur at­hygli fyrir bar­áttu sinni gegn kyn­ferðis­af­brotum innan knatt­spyrnu­hreyfingarinnar, hefur til­kynnt um fram­boð sitt til formanns Kennara­sam­bands Ís­lands. Frá þessu greinir hún á Face­book.

Hanna Björg er fram­halds­skóla­kennari í kynja­fræði og for­maður jafn­réttis­nefndar Kennara­sam­bands Ís­lands.

„Ef kennarar veita mér traust og þá er ég fús, viljug og á­huga­söm um að leiða kennara­stéttina næstu fjögur árin,“ skrifar hún og segist hafa starfað með for­ystu fram­halds­skóla­kennara „lengur en ég man.“

Þar hafi hún gengið í gegnum samninga, ó­sætti, sigra sem og ó­sigra, sem veitt hafi sér dýr­mæta þekkingu á Kennara­sam­bandinu sem gagnast myndi við starf í þágu kennara. Hanna Björg segir kennara á öllum skóla­stigum gegna mikil­vægu hlut­verki og hún muni leggja sig fram við að vera mál­svari allra innan stéttarinnar.

„Frá því ég hóf störf sem kennari hef ég haft á­huga og metnað fyrir bæði menntun í landinu og kjara­málum stéttarinnar. Það verður leiðar­stef mitt ef kennarar treysta mér til for­ystu. Grund­völlur kraft­mikillar kjara­bar­áttu er sterk sjálfs­mynd stéttarinnar og rík fag­vitund.

Kennara­starfið er mikil­vægasta starfið.“