Innlent

„Hann gerir þetta til að kljúfa sam­stöðu ljós­mæðra“

Starfsmaður undanþágunefndar vísar ásökunum formanns samninganefndar ríkisins á bug og segist aldrei hafa orðið fyrir eins miklu áreiti og nú. Hún telur afskipti fulltrúa ríkisins vera komin að hættumörkum.

Frá mótmælum vegna kjaradeilu ljósmæðra fyrr í vikunni

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins sendi mbl.is yfirlýsingu þar sem hann segir Samn­inga­nefnd rík­is­ins harm­a að full­trúi ljós­mæðra í undanþágunefnd, Unn­ur Berg­lind Friðriks­dótt­ir, kjósi að setja fram til­hæfu­laus­ar aðdrótt­an­ir.

Sjá einnig: Samninganefnd ríkisins harmar tilhæfulausar aðdróttanir

„Ég kem með mjög harðar ásakanir á hann en ég er ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Ég sit í undanþágunefndinni í þriðja skiptið og og ég hef aldrei orðið fyrir eins miklu áreiti og núna. Ég hef þurft að verja sjálfa mig stöðugt gegn þeim ásökunum um að ég sé ekki að sinna mínum skyldum í nefndinni og nú er hann að ásaka mig opinberlega um að sinna ekki mínu starfi,“ segir Unn­ur Berg­lind Friðriks­dótt­ir í samtali við Fréttablaðið í dag.

„Það er ekki rétt að það liggi bunki af óafgreiddum undanþágum. Það fer eftir því hversu akút það er hvenær við förum yfir það. Eins og þetta hefur verið gert áður þá þarf ekki að svara þessu um leið. Þegar nefndin hefur komið saman áður höfum við safnað þeim saman og talað að meðaltali saman tvisvar á dag . En ef eitthvað kemur upp sem þarf að afgreiða strax, þá er það að sjálfsögðu gert. Flestar undanþágurnar núna hafa hins vegar verið eftir á undanþágur sem er formsatriði að afgreiða,“ segir Unnur

„Hann gerir þetta til að kljúfa samstöðu ljósmæðra“

Í yfirlýsingu Gunnars er einnig fjallað um að nú sitji ljósmóðir í nefndinni með Unni og segir hann það gert til að tryggja faglegt mat og að nefndin hefði innsýn í störf viðkomandi hóps sem er í verkfalli. Unnur situr fyrir hönd Ljósmæðrafélag íslands í nefndinni og Ingibjörg Hreiðarsdóttir situr fyrir hönd ríkisins.

Unnur segir að henni þyki það óeðlileg staða að önnur ljósmóðir, skipuð af ríkinu, sitji gegnt henni í nefndinni. „Hann gerir þetta til að kljúfa samstöðu ljósmæðra,“ segir Unnur.

Hún segir að þær Ingibjörg hafi átt í góðum samskiptum en að annar fulltrúi ríkisins hafi verið henni erfiður og að hún hafi einungis kvartað yfir henni opinberlega því hún hafi talið afskipti hennar af nefndinni vera komin yfir hættumörk. Það þyki henni alvarlegt af hálfu samninganefnd ríkisins.

„Varamaður í nefndinni situr einnig í samninganefnd ríkisins og hún hefur verið að hamast í mér. Hún sagði að ég gæti ekki unnið í undanþágunefndinni vegna þess að ég er í fríi,“ segir Unnur sem segir  að hún þakki þó fyrir að hún sé í fríi frá sinni reglulegu vinnu því annars gæti hún vart sinnt störfum undanþágunefndarinnar.

„Það er árið 2018“

Unnur er stödd erlendis í fríi og segir í yfirlýsingu Gunnar sem hann sendi frá sér í dag að misbrestur hafi orðið á því að afgreiða undanþágubeiðnir vegna þess að hún er ekki á landinu. Unnur vísar slíkum ásökunum á bug og segir að þrátt fyrir að hún sé stödd erlendis sé hún í stöðugu net- og símasambandi.

„Það er árið 2018 og ég  biðja Gunnar um að lesa lagaákvæðið betur. Það stendur ekki neins staðar í því hvar ég eigi að vera stödd. Það er ekki eins og ég sé stödd á, til dæmis, Vestfjörðum þar sem er lélegt net og símasamband,“ segir Unnur að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Samninganefnd ríkisins harmar tilhæfulausar aðdróttanir

Innlent

Ætla að mynda skjald­borg utan um fæðingar­deildirnar

Innlent

Þungaðar konur reyna að komast norður í ómskoðun

Auglýsing

Nýjast

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Auglýsing