„Ég var snortinn af ræðu hans, hann er undir ofurmannlegu álagi en rís svo sannalega undir því“, sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að loknu ávarpi Ávarp Volodímír Selenskís, forseta Úkraínu á Alþingi fyrir þingheim og íslensku þjóðina sem var flutt í dag í gegnum fjarfundabúnað.

Linda Blöndal á Fréttavaktinni ræddi við Guðna í dag. Fréttavaktin var á Alþingi í dag.

Framtíðin

„Mér þótti magnað að heyra hann líka horfa til framtíðar, horfa til þess að senn tæki uppbygging við og það boð hans, eða sú ósk hans að við kæmum þar að og þá líka verðum við að geta sýnt vinarhug í verki,“ sagði Guðni og ennfremur þetta:

„Selenskí forseti hefur haft þann háttinn á að hann flytur ekki bara sömu ræðuna fyrir fyrir öll ríki eða á hvaða vettvangi sem er. Hann hefur kynnt sér og hans fólk þau tengsl sem finna má í sögunni milli Íslands og Úrkaínu og þau tensgl lágu aftur í aldir allt aftur á víkingaöld.“

Viðtalið við Guðna í heild má sjá á Fréttavakt kvöldins - Í spilaranum hér að neðan

Selenskí ávarpaði þing og þjóð í gegnum fjarfundabúnað.

Guðni segir það sameina þjóðirnar viljann til þess að geta búið í frjálsu lýðræðissamfélagi.

„Og gott að eiga sameiginlega þræði í sögunni til að minna okkur á það, sagði forsetinn.