Mat­væla­stofnun minnir í nýrri frétt á þær reglur sem gilda um matar­sendingar er­lendis eða hvaða reglur gilda um að fá mat sendan er­lendis frá eða um inn- og út­flutning mat­væla til einka­neyslu.

Hér er hægt að kynna sér reglur fyrir þau sem koma með mat­væli til Ís­lands og hér er hægt að kynna sér reglur fyrir þau sem ætla sér að senda mat­væli til út­landa.

Mat­væla­stofnun minnir á í til­kynningunni að hægt er að taka á­kveðnar dýra­af­urðir, til dæmis hangi­kjöt með í far­angri til Banda­ríkjanna, séu önnur skil­yrði upp­fyllt, en ekki er mögu­legt að senda slíkar vörur með pósti.

Hægt er að kynna sér málið nánar hér á vef MAST.