Matvælastofnun minnir í nýrri frétt á þær reglur sem gilda um matarsendingar erlendis eða hvaða reglur gilda um að fá mat sendan erlendis frá eða um inn- og útflutning matvæla til einkaneyslu.
Hér er hægt að kynna sér reglur fyrir þau sem koma með matvæli til Íslands og hér er hægt að kynna sér reglur fyrir þau sem ætla sér að senda matvæli til útlanda.
Matvælastofnun minnir á í tilkynningunni að hægt er að taka ákveðnar dýraafurðir, til dæmis hangikjöt með í farangri til Bandaríkjanna, séu önnur skilyrði uppfyllt, en ekki er mögulegt að senda slíkar vörur með pósti.